Perla Sól á stóra sviðinu í Solheim bikarnum
Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR keppti með úrvalsliði Evrópu gegn Bandaríkjunum í Solheim bikar stúlkna (12 til 18 ára) 9. og 10. sept. Bandaríska liðið vann stóran sigur á því evrópska og fékk 14,5 vinninga gegn fjórum. Keppnin fór fram í Arlington í Virginíufylki í Bandaríkjunum og er nokkurs konar undanfari Solheim Cup.
Á fyrri keppnisdeg lék Perla Sól fjórleik með Havana Torstensson frá Svíþjóð og töpuðu þær 4/2.
Perla Sól lék með Louise Uma Landgraf frá Frakklandi í fjórmenningi og endaði leikur þeirra með jafntefli.
Í tvímenningi (singles) á öðrum keppnisdegi lék Perla Sól gegn Jude Lee og vann sú bandaríska leikinn 5/4.
Perla Sól er fyrsti íslenski kylfingurinn sem er valin í úrvalslið Evrópu í þessari keppni þar sem að úrvalslið stúlkna frá Evrópu og Bandaríkjunum mætast.
Perla Sól lék með Evrópuliði stúlkna 2022 á Junior Vagliano Trophy en á mótinu keppa úrvalslið Evrópu gegn liði Stóra Bretlands og Írlands. Evrópuliðið sigraði. Hún varð Íslandsmeistari kvenna 2022 þegar leikið var í Vestmannaeyjum.
Úrslit í Solheim Cup junior 2024.
Perla Sól við setningu mótsins.
Bæði liðin í Solheim Cup junior 2024 með John Solheim.
Perla Sól er fyrsti íslenski kylfingurinn sem leikur á Solheim Cup en lið Bandaríkjanna og Evrópu eru skipuð bestu ungmennunum í golfi.