Fréttir

Loksins sigur ef 1498 daga bið
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 17. október 2022 kl. 14:44

Loksins sigur ef 1498 daga bið

Fjögur ár og 1498 mót liðu án sigurs hjá Bandaríkjamanninum Keegan Bradley en þegar hann sigraði á ZOZO mótinu á PGA mótaröðinni um helgina brast hann í grát þegar hann heyrði í eiginkonu sinni eftir sigurinn. „Ég bara ræð ekki við þetta, ég veit ekki hvað er að mér,“ sagði hann. 

Bradley lék síðasta hringinn á tveimur undir pari, samtals á -15 og náði að landa sigri í Japan en PGA röðin færist af og til úr Bandaríkjunum. Annar þekktur Bandaríkjamaður, Ricky Fowler var með höggs forskot fyrir lokahringinn en hann hefur líka verið í skugganum síðustu þrjú árin. Hann endaði lokahringinn á pari og varð jafn í 2. sæti með Andrew Putnam á -14. Fowler náði best að vera 4. besti í heiminum og var þá jafnan stillt upp við hlið Norður Írans Rory McIlroy. Hann „týndi“ sveiflunni og sjálfstraustinu en brá á það ráð að skipta um kylfusvein og þjálfara. Það hefur gengið vel og í síðustu þremur mótum hefur Fowler sem jafnan leikur í appelsínugulum fatnaði á lokadegi verið í 6. sæti og í 2. sæti.

Bradley færðist upp FedEx stigalistann og fékk í sinn hlut 2 milljónir dollara eða um tæpar 300 milljónir ísl. króna.

Lokastaðan.

https://tinyurl.com/5c3zkwcd (fjölmiðlaráðstefnan)