Örnninn er lentur
Örnninn er lentur

Fréttir

Konurnar byrja í Orlando
Þriðjudagur 17. janúar 2023 kl. 22:56

Konurnar byrja í Orlando

Bestu kvenkylfingar heims eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir komandi golftímabil sem hefst á Lake Nona í Orlando á fimmtudaginn kemur. Hilton Grand Vacations Tournament of Champions verður fysta mótið af 33 á mótaröðinni á þessu ári. Danielle Kang á titil að verja á móinu. Heildarverðlaunafé á LPGA mótaröðinni hefur aldrei verið hærra en í ár, eða 101,4 milljónir dollara, sem á gengi dagsins í dag gera ríflega 14 milljarða. Svo það er eftir nægu að slægjast á LPGA mótaröðnni. 

Nelly Korda tilkynnti í vikunni að hún muni leika með Taylor Made kylfum næstu árin, en áður var hún búin að gera samning við Nike um fatnað.

Lexi Thompson sem byrjar árið í 6. sæti heimslistans er öflug á samfélagsmiðlunum. Hún birti nýverið myndir úr ræktinni. Kraftæfingar sem eru góðar fyrir alla kylfinga.

Það verður gaman að fylgjast með LPGA mótaröðinni en þar leika allir bestu kvenkylfingar heims.