Fréttir

Hrönn og Grettir best í Eyjum - styttist í mót ársins
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 26. júlí 2022 kl. 11:19

Hrönn og Grettir best í Eyjum - styttist í mót ársins

Hjóna- og parakeppni GV og Golfsaga fór fram um helgina. 180 keppendur tóku þátt við góðar aðstæður og gott veður á seinni keppnisdegi. Sigurvegarar voru þau Hrönn Harðardóttir og Grettir Ingi Guðmundsson en þau léku glæsilegt golf á 19 höggum undir sinni forgjöf. 

Verðlaun voru glæsileg, efstu 5 sætin, nándarverðlaun og útdráttarverðlaun.

Mótið var haldið í samvinnu við Golfsaga Aventura og fjölmarga aðra styrktaraðila.

Nú styttist í stærsta mót ársins, Íslandsmótið í höggleik en það fer fram í Eyjum 4.-7. ágúst nk. Völlurinn er í mjög góðu standi og flestir af bestu kylfingum landsins í karla- og kvennaflokki munu berast um titilinn. Uppbókað er í mótið í báðum flokkum.