Fréttir

Góð byrjun hjá Íslendingunum í Abu Dhabi
Haraldur Franklín lék vel á fyrsta hring í Abu Dhabi. Mynd/golfsupport.nl
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 18. apríl 2024 kl. 15:59

Góð byrjun hjá Íslendingunum í Abu Dhabi

Haraldur Franklín og Guðmundur Ágúst Kristjánsson byrjuðu vel á fyrsta hring á Abu Dhabi mótinu á Áskorendamótaröðinni. Axel Bóasson er einnig meðal keppenda en hann vann sér þátttökurétt á mótaröðinni með góðum árangri á Nordic mótaröðinni í fyrra.

Haraldur lék á fjórum höggum undir pari og er jafn í 24. sæti. Guðmundur Ágúst sem er að keppa á sínu fyrsta móti á Áskorendamótaröðinni í ár er einnig í fínum málum á þremur undir pari og jafn í 40. sæti höggi á eftir Haraldi. Axel Bóasson er einnig á sínu fyrsta móti í ár og hann var á tveimur yfir pari og þarf góðan hring á morgun til að komast í gegnum niðurskurðinn.

Haraldur fékk átta fugla á hringnum og var kominn í -5 eftir sex holur og í forystu í mótinu. Hann gerði hins vegar slæm mistök á 9. holu sem hann lék á þremur yfir pari. Þrír fuglar og einn skolli á seinni níu skilaði samt góðum hring -4.

Guðmundur Ágúst byrjaði líka vel og fékk sex fugla á fyrstu tíu holunum. Hann bætti við fugli á 18. braut en fékk léka fjóra skolla á hringnum. Gott skor samt -3.

Axel Bóasson fékk þrjá fugla og einn fugl og þarf að fá fleiri fugla í næsta hring. +2