Guðmundur höggi frá því að komast á lokastigið
Guðmundur Ágúst Kristjánsson var höggi frá því að komast á lokaúrtökumótið fyrir DP mótaröðina. Hann endaði jafn í 26. sæti á 12 höggum undir pari á einu af fjórum mótum á 2. stigi en hefði þurft að vera 13 undir. Haraldur Franklín Magnús var í 37.-42. sæti á 9 undir pari.
Guðmundur Ágúst lék mjög vel og í mótinu á Isla golfsvæðinu í Huelva á Spáni og lék þá alla á 69 höggum. Virkilega fín spilamennska.
Haraldur lék tvo fyrstu hringina samtals á -2 en átti svo frábæran þriðja hring á -5. Hann var of langt frá þeim efstu og tveir undir í lokahringnum var ekki nóg.