GKG Íslandsmeistarar golfklúbba hjá körlum og GM Íslandsmeistarar hjá konum
Íslandsmót golfklúbba fóru fram um helgina á golfvöllum víðsvegar um landið. 1. deild karla var leikin á Akureyri og konurnar kepptu á Hellu. Það var GKG sem sigraði hjá körlum og hjá konum var það Golfklúbbur Mosfellsbæjar sem bar sigur úr býtum, eins og fram kemur á síðu Golfsambands Íslands, golf.is.
GM vann þriðja árið í röð
Hjá konunum var það Golfklúbbur Mosfellsbæjar sem sigraði og varði titlinn en GM hefur sigrað þrjú ár í röð.
Í úrslitaleiknum léku GM og GK þar sem að GM sigraði 3,5 – 1,5.
Alls tóku sjö lið í 1. deild kvenna í keppninni um Íslandsmeistaratitil golfklúbba 2024.
Liðunum var skipt í tvo riðla.
Tvö efstu liðin úr hvorum riðli komust í undanúrslit.
Til undanúrslita léku:
GR – GK þar sem að Keilir hafði betur, 3 – 2.
GM – GKG þar sem að GM hafði betur 3,5 – 1,5.
Ekkert lið féll úr efstu deild þar sem að sjö lið tóku þátt.
Fyrst var leikið á Íslandsmóti golfklúbba í kvennaflokki árið 1982. Mótið í ár er það 43. í röðinni. Frá árinu 1982 hafa 4 klúbbar fagnað þessum titli.
Golfklúbbur Reykjavíkur hefur oftast sigrað eða 22 sinnum, þar á eftir kemur Golfklúbburinn Keilir með 15 titla,
Golfklúbbur Mosfellsbæjar er með 6 titla þar af eru þrír titlar þegar Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ var til.
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar hefur tvívegis fagnað sigri í efstu deild kvenna á Íslandsmóti golfklúbba.
Lokastaðan:
1. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM
2. Golfklúbburinn Keilir, GK
3. Golfklúbbur Reykjavíkur, GR
4. Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar, GKG
5. Golfklúbbur Selfoss, GOS
6. Golfklúbburinn Oddur, GO
7. Golfklúbbur Skagafjarðar, GSS