Átta járnið heitt hjá Birgi og Brynju - tvö draumahögg í golfferðum
Fjölmargir kylfingar eru nú í golfi í útlöndum. Tvö draumahögg litu dagsins ljós í vikunni hjá farþegum með Icelandair Vita á Tenerife og á Spáni.
Birgir Ingvason úr Golfklúbbi Akureyrar fór holu í höggi á 9. braut á Links vellinum á Golf Del Sur á Tenerife. Birgir sló með 8 járni og lenti metra fyrir framan stöng og þaðan beint í holu. Birgir sem er í Golfklúbbi Akureyrar var á sínum fyrsta golfhring ferðarinnar með Icelandair Vita.
Á La Finca vellum á Spáni gerði Brynja Hinriksdóttir sér lítið fyrir og náði draumahögginu á 13. holu. Skagakonan úr Leyni var líka með 8 járn.
Kylfingur.is hvetur kylfinga að senda mynd og tilkynningu um draumahögg á pket@vf.is.
Sveinn Sveinsson, fararstjóri afhendir Birnu viðurkenningarskjal fyrir draumahöggið.
Boltinn aðeins uppúr en samt ofan í - draumahögg!