Viðtal

Var verri en í gær
Sunnudagur 26. febrúar 2023 kl. 10:48

Var verri en í gær

„Æ, ég átti þetta bara eiginlega skilið í dag. Var töluvert verri en í gær. Ég var bara eitthvað aðeins laskaður í skrokkunum og hefði átt að vera duglegri að kíkja á sjúkraþjálfarana hérna milli hringja. Það er staðalbúnaður sem DP mótaröðinu býður uppá að hér eru sjúkraþjálfarar og læknar sem við getum leitað til.“

Guðmundur Ágúst var ánægður að leik loknum í dag þótt í hús hafi komið hæsta skorið á hringjunum fjórum. 

„Ég fékk einn góðan fugl í dag, solid wedge högg og gott þriggja metra pútt. Svo var fúlt að enda á skramba, en ég missti lay up til hægri í smá tjón. Átti frábært högg þar upp sem var aðeins of langt. Lenti í harða kantinum við flötina og skaust út í ósláanlegt. Til að kóróna það missti ég svo 2 metra pútt.  Nú er ég bara að gera mig kláran í flug. Abu Dhabi í kvöld, þaðan til London í nótt og svo heim til Íslands á morgun. Hvíli mig fram að helgi og fer svo að undirbúa Kenya“, sagði Guðmundur Ágúst Kristjánsson GKG, ánægður með lífið á DP mótaröðinni.