golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Viðtal

Arnar Már golfkennari ársins
Þriðjudagur 31. janúar 2023 kl. 00:22

Arnar Már golfkennari ársins

Arnar Már Ólafsson var kjörinn golfkennari ársins í þriðja skiptið á fjórum árum á aðalfundi PGA á Íslandi sem haldinn var þann 28. janúar. Félagsmenn PGA á Íslandi sem eru um 130 talsins tilnefndu PGA kennara og svo var kosið um þá sem tilnefndir voru. Þar varð Arnar Már hlutskarpastur og vegur þar þyngst að hann er þjálfari tveggja af fremstu atvinnumönnum landsins, Guðmundar Ágústs Kristjánssonar og Bjarka Péturssonar. Arnar Már er afreksþjálfari GKG og hefur kennt og þjálfað golfiðkendur í áratugi bæði á Íslandi og í Þýskalandi.

Þegar félagsmenn í PGA tilnefnda kennara ársins þurfa þeir samkvæmt heimasíðu félagsins að taka tillit til atriða eins og þátttöku kennara í endurmenntun, árangri kylfinga eða liða sem kennari þjálfar, uppbyggingarstarfs í barna og unglingakennslu, að kennari haldi uppi merki PGA, útbreiðslustarfs í golfklúbbi eða PGA, vinnu í þágu PGA/GSÍ, keppnisþátttöku og óhefðbundinni kennslu. Næstir á eftir Arnari Má í kjörinu voru Dagur Ebenezersson GM, Heiðar Davíð Bragason GA og Sigurpáll Geir Sveinsson GS.

golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

PGA á Íslandi hefur kjörið golfkennara ársins allt frá árinu 2007. Eftirfarandi hefur hlotnast heiðurinn:

2007 Árni Jónsson

2008 Staffan Johannson

2009 Arnar Már Ólafsson

2010 Brynjar Eldon Geirsson

2011 Derrick Moore

2012 Sigurpáll Geir Sveinsson

2013 Magnús Birgisson

2014 Heiðar Davíð Bragason

2015 Derrick Moore

2016 Derrick Moore

2017 Derrick Moore

2018 David Barnwell

2019 Arnar Már Ólafsson

2020 Davíð Gunnlaugsson

2021 Arnar Már Ólafsson

2022 Arnar Már Ólafsson