Kylfingur dagsins

Sló fyrsta hringinn með rétthendri sjö-u en er snarörvhentur
Hjálmar á 3. teig á Silfurnesvelli á Hornafirði
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 12. október 2023 kl. 07:00

Sló fyrsta hringinn með rétthendri sjö-u en er snarörvhentur

Hjálmar Jens Sigurðsson er Reykvíkingur en býr í dag á Hornafirði og starfar þar sem sjúkraþjálfari. Hann er giftur og á þrjú börn. Fyrir utan golfið er hann mikill áhugamaður um körfuknattleik og var lengi í stjórn körfuknattleiksdeildar Sindra og eins var hann körfuknattleiksdómari. Hann dreymir um að þræða strandlengjur Írlands, spila golf og taka einn ferskan Guinnes á eftir, hugmyndina fékk hann eftir að hafa lesið bókina A Course Called Ireland: A Long Walk in Search of a Country, a Pint, and the Next Tee  eftir Tom Coyne.

Hjálmar er kylfingur dagsins.

 

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?
Spilaði í fyrsta skipti golf  úti á Tælandi árið 2002, alvöru golfvöllur og allir með „kaddý“. Sló heilan hring með 7 járni og áttaði mig á því að það væri kannski sniðugt að prófa kylfur fyrir örvhenta næst þar sem ég er alveg snarörvhentur. Flutti ekki löngu síðar á Hornafjörð, skráði mig í klúbbinn og byrjaði á fullu sumarið 2004 og þá réttum megin.  

 
Helstu afrek í golfinu?

Að koma konunni í golf og fara tvisvar holu í höggi. Einu sinni á gömlu „brjóstunum“ eða nánar tiltekið 5. holu á gamla Silfurnesvellinum og svo á 2. holu á sjálfu Silfurnesinu. 

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?

Að „shanka“ högg í golfbíl nánast við hliðina á mér. 

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?  

Án efa Venni „Páer“, við höfum átt margar skemmtilegar rimmur á golfvellinum og þá sérstaklega í Fimmta risamótinu. 

Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf?

Nei, meira svona vanafastur. 

Hvað er það sem þú þarft mest að bæta í þínum golfleik?

Þarf að afslæsa fimm og þrjú tré á braut.                   

         

Aldur: 49 

Klúbbur: Golfklúbbur Hornafjarðar 

Forgjöf: 12,3 

Uppáhaldsmatur: Nautalund og Bernease 

Uppáhaldsdrykkur: Vatn og G&T 

Uppáhaldskylfingur: Hovland 

Þrír uppáhaldsgolfvellir: Silfurnesvöllur, Druids Glen (Írlandi) og Öndverðanes. 

Þrjár uppáhaldsgolfbrautir á Íslandi:  2.holan á Silfurnesinu, getur gefið vel og refsað grimmilega, hér notar maður allt frá Pw og upp í 5 járn í upphafshögginu.  16. holan á Jaðri, fallleg hola þar sem gott útsýni er af teignum sem er vel fyrir ofan brautina.  8. holan á Öndverðanesinu, nóg pláss í drævinu en snúið annað högg. 

Erfiðasta golfholan: 3. holan á Silfurnesinu oft ansi erfið ef upphafshöggin eru ekki inni og á móti blæs. 

Erfiðasta höggið: Upphafshöggið á 9. á Silfurnesinu, þröngt lendingasvæði í dræverlengd og ansi margir boltar sem lenda í tjörninni.                           

Ég hlusta á: Í tónlist er 90´s alternative alltaf fyrsta val og svo auðvitað á konuna. 

Besta skor: 77 (+5) á Hlíðardalsvelli í Mosó í sumar 

Besti kylfingurinn: Tigerinn  

Golfpokinn: 

Big Max Aqua hybrid

Dræver: Ping G400 

Brautartré:  Callaway Epic 

Járn: Ping G410 

Fleygjárn:  Ping Glide 3 

Pútter: Ping Sigma 2 

Hanski: Footjoy 

Skór: Ecco Golf Biom 

Frá vinstri: Veigur Sveinsson, Hjálmar og Sævar Gunnarsson