Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Kylfingur dagsins

Dellukarl sem byrjaði seint í golfi
Þórður eftir draumahöggið árið 2018
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 4. desember 2023 kl. 14:41

Dellukarl sem byrjaði seint í golfi

Þórður Elíasson úr golfklúbbnum Leyni á Akranesi er kylfingur dagsins. Hann byrjaði frekar seint í golfinu þar sem hann var hræddur um dvelja lítið heima hjá sér því hann er „dellukarl.“ Hann er forfallinn stuðningsmaður Arsenal í enska boltanum og náði að togna á golfvellinum í neyðarlegu atviki.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?

Það var um páskana 1992. Þá bankaði nágranni minn hjá mér og sagðist vera búinn að fá sér golfsett og hvort ég væri til í að koma og prófa þetta “sport”. Bjó þá um 100 metra frá 18. teignum á Garðavelli. Var búin að horfa upp á flötina á 18. holu (sem þá var 5. flötin) úr eldhúsglugganum í 8 ár og langaði til að prófa golfið, en þorði ekki að byrja þar sem ég er “dellukarl” og vissa að ég yrði lítið heima.

Helstu afrek í golfinu?

Hola í höggi á 18. á Garðavelli 21. júlí 2018. 

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?

Ætli það sé ekki þegar golfkerran tók upp á því að vera á leiðinni í tjörnina á 6. á Garðavelli og ég á leiðinni upp á flötina með pútterinn. Ég rétt náði kerrunni áður en hún fór í tjörnina en tognaði aftan í læri við sprettinn og gat ekki spilað golf í rúmar 3 vikur.

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?

Ragnheiður Ríkharðsdóttir.

Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf?

Nei – alls ekki.

 

Hvað er það sem þú þarft mest að bæta í þínum golfleik?

Ætli það séu ekki púttin.

Aldur: 72 ára. 

Klúbbur: Golfklúbburinn Leynir.

Forgjöf: 17,9.

Uppáhaldsmatur: Svínahamborgarahryggur að hætti konunnar.

Uppáhaldsdrykkur: Sykurlaust appelsín og gott rauðvín

Uppáhaldskylfingur: Tiger Woods.

Þrír uppáhaldsgolfvellir: Garðavöllur, Urriðavöllur, Hvaleyrin.

Þrjár uppáhalds golfbrautir á Íslandi: 6. á Garðavelli, 10. á Hvaleyrinni og 18. á Urriðavelli.

Erfiðasta golfholan: 7. holan á Garðavelli.

Erfiðasta höggið: Glompuhöggin.

Ég hlusta á: Hlusta mikið á td. Bítlana, Eagles, Led Zeppelin og Queen og fleira í þeim dúr.

Besta skor: 73 högg á Garðavelli.

Besti kylfingurinn: Geri ekki upp á milli Hovland og McIlroy.

Golfpokinn

Dræver: Ping 425

Brautartré: 3 tré Ping 425 – 5 tré Ping G

Járn:  Ping G

Fleygjárn: Ping G

Pútter: Ping Anse - einfaldur smekkur!

Hanski: Footjoy

Skór:  Ecco og Skechers (fer eftir hvort völlurinn er þurr eða blautur).

Þórður með feðgunum Lárusi Sigurbjörnssyni og Heimi Eir Lárussyni.

Þórður er forfallinn Arsenal-maður og fékk þetta að gjöf hjá vallarstarfsmanni á golfvelllinum The Grove í Watford í Englandi.

Einbeittur púttari