Golfvellir

Fjölbreytt golf á Costa Brava
Föstudagur 24. maí 2019 kl. 06:05

Fjölbreytt golf á Costa Brava

Costa Brava er nafn sem Íslendingar þekkja þegar sól og sumarfrí koma upp í hugann en þessi mjög vinsæli ferðamannastaður á norð austurströnd Spánar og 24 milljónir manna heimsækja árlega hefur ekki verið mikið sóttur af landanum þegar golf er annars vega

Costa Brava er nafn sem Íslendingar þekkja þegar sól og sumarfrí koma upp í hugann en þessi mjög vinsæli ferðamannastaður á norð austurströnd Spánar og 24 milljónir manna heimsækja árlega hefur ekki verið mikið sóttur af landanum þegar golf er annars vegar. Tækifærin til golfiðkunar eru hins vegar mörg og á svæðinu er m.a. besti golfvöllur Spánar, PGA Catalunya en þar hefur Birgir Leifur Hafþórsson leikið í lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar.
Íslenskir ferðaþjónustuaðilar hafa að undanförnu verið að bjóða upp á golfsvæði í nálægð við Barcelona en hún er önnur tveggja borga í Costa Brava, en hin er Girona.

Ferðamálaráð Costa Brava bauð Kylfingi að skoða aðstæður og 3 golfvelli. Á Costa Brava svæðinu er hægt að velja úr 8 flottum golfrísortum eða golfsvæðum. Þekktast er PGA Catalunya svæðið en þar eru tveir glæsilegir golfvellir stadium og Tour. Það er einhver ástæða fyrir því að það hefur verið valið golfsvæði númer eitt á Spáni undanfarin ár - og slegið þar út velli sem hafa trónað oft á toppnum - hinum gamalþekktaq Valderrama. Stadium völlurinn hefur flest upp á að bjóða sem alvöru golfvöllur þarf að hafa, fjölbreyttar brautir í fallegu umhverfi og flatir upp á tíu, hindranir í massavís þar sem fjöldi glompna og vatnstorfæra spila stórt hlutverk. Það er hreinlega erfitt að telja upp bestu brautirnar, þær eru svo margar. Á svæðinu eru líka toppaðstæður í öðrum þáttum, eins og glæsileg golfverslun og æfingasvæðið er magnað og risastórt, eitt það stærsta í Evrópu. Þar geta kylfingar gleymt sér í langan tíma. Hótelgisting er fjölbreytt á PGA Catalunya og nýlega voru opnaðar fleiri íbúðir sem stendur kylfingum til boða að leigja. Á svæðinu eru 149 herbergi af ýmsum stærðum og gerðum og þessi aukning mun án efa auka vinsældir staðarins.

En það er ekki bara golf á PGA Catalunia þó það sé vissulega vinsælasti golfstaðurinn á Spáni. Það eru fleiri skemmtilegir vellir og golfsvæði í Costa Brava. Við sóttum heim samnefndan völl sem er 27 holur en hann var byggður fyrir rúmri hálfri öld eða árið 1962. Stór eikartré prýða þennan mikla skógarvöll, klúbbhúsið er vinalegt þó það sé ekki stórt og andrúmsloftið er afslappað. Golfvöllurinn er fjölbreyttur og skemmtilegur en hann er staðsettur við vinsælt ferðamannasvæði í hjarta Costa Brava þar sem finna má vinsælt verslunarsvæði og hótel. Costa Brava völlurinn er einkarekin en er opin öllum kylfingum.

 Tré og vatnstorfærur í stóru hlutverki. Sjáið þessa flottu eyjaholu á Costa Brava golf club. Tré og vatnstorfærur í stóru hlutverki. Sjáið þessa flottu eyjaholu á Costa Brava golf club.

Tré og vatnstorfærur í stóru hlutverki. Sjáið þessa flottu eyjaholu á Costa Brava golf club.

Í ferðinni gistum við meðal annars á Sallés Hótel Mas Tapiolas en það er staðsett í hjarta Solius dalarins um 30 mínútur frá Girona borg. Við hótelið er skemmtilegt vipp og pútt svæði. Hótelgistingin er mjög vegleg inni á sjálfu hótelinu en jafnvel glæsilegri í nýlegum húsum við vippsvæðið. Hótelið er fjögurra stjörnu og allar aðstæður til mikillar fyrirmyndar.

Þriðja golfsvæðið sem við heimsóttum var Emporda en það er vinsælt með tveimur 18 holu golfvöllum, annar meiri skógarvöllur- en hinn strandvöllur, Forest og Links heita þeir. Báðir vellirnir mjög fínir en Forest völlurinn heillaði okkur meira, fjölbreytnin mikil, há tré umkringdu brautirnar og settu sterkan svip á völlinn en líka vatnstorfærur. Hótel er við völlinn með öllum helstu þægindum, góðum veitingastað, bar og spa og gistingin er á viðráðanlegu verði og mjög fín.

Í Costa Brava eru fleiri golfsvæði sem vert er að heimsækja. Það sem golf í Costa Brava hefur t.d. umfram golf á Costa Del Sol er að vellirnir eru ódýarari, meðalhiti er lægri sem er gott fyrir kylfinga og traffíkin á golfvellina er ekki eins mikil, sem er kostur. Costa Brava er svæði sem hægt er að sækja heim allt árið um kring þó það sé hugsanlega meira freistandi fyrir kylfinga að fara á vorin eða haustin. Meðalhiti er 24 gráður sem er mjög fínn hiti fyrir golf.

Í Costa Brava er mikið úrval hótelgistingar og Íslendingar hafa margir kynnst fjörinu í Barcelona. Þar er í boði menning, afþreying, verslun og matur eins og hann gerist bestur í þessari skemmtilegu borg. Ef maður gistir ekki í Barcelona er auðvelt að mæla með því að gefa sér tíma til að taka góðan dag, skoða dómkirkjuna og rómönsku böðin svo fátt eitt sé nefnt í Barcelona. Hlutfall Michelin veitingastaða er óvenju hátt í Costa Brava en veitingastaðurinn El Celler de Can Roca í Girona hefur oft verið valinn besti veitingastaður í heimi, m.a. á síðasta ári. Staðurinn er í eigu þriggja bræðra. Þá er Costa Brava vel þekkt fyrir vínrækt en það er tilvalið að nota ferðina til að smakka ljúft í glasi. Svæðið er eitt það stærsta í léttvínsframleiðslu en árlega koma frá 420 vínbúgörðum þrjár og hálf milljón vínflaskna.
Með meiri samkeppni í fluginu þá hefur framboð af flugferðum aukist mikið til Barcelona frá Íslandi en einnig er hægt að fljúga til Girona. Að minnsta kost þrjú flugfélög bjóða upp á flug til Barcelona frá Keflavíkurflugvelli.

Skemmtileg útfærsla á fjarlægðarmerkingu á brautunum á PGA Catalunia.

Stadium völlurinn á PGA svæðinu er ekki eins þekktur og Tour en frábær engu að síður.

Flatirnar eru frábærar, góð pútt fara ofan í!

Risavaxin tren setja sterkan svip á Forest völlinn á Emporda golfsvæðinu.

Það er strandvallargolf á Links vellinum á Emporda.

Átjánda brautin er mögnuð par 5 á Forest á Emporda.

Margar brautir á PGA Catalunia fá mann til að anda djúpt áður en maður sveiflar.

Barcelona-borg er ein af vinsælli ferðamannastöðum í heimi.

Matur og vín í Costa Brava eins og best verður á kosið.

Hlutfall Michelin veitingastaða er óvenju hátt í Costa Brava en veitingastaðurinn El Celler de Can Roca í Girona hefur oft verið valinn besti veitingastaður í heimi.