Fréttir

Verslunarmannahelgarmótin vel sótt þrátt fyrir misjafnt veður
Öndverðarnesvöllur hefur verið vel sóttur yfir Verslunarmannahelgina.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 4. ágúst 2024 kl. 18:56

Verslunarmannahelgarmótin vel sótt þrátt fyrir misjafnt veður

Þrátt fyrir misjafnt veður á landinu að undanförnu hefur verið ágætis þátttaka í mótum um Verslunarmannahelgina. Um tvöhundruð manns tóku t.d. þátt í fimm mótum víða um land.

Yfir eitt þúsund kylfingar mættu í Opna GÖ mótið í Öndverðarnesi, Toppmótið á Flúðum, Gull Styrktarmótið í Kiðjabergi, Opna Borgarnes

Þá tóku um 140 manns þátt í 9 holu Calsberg móti á Selfossi og um hundrað manns Geirs goða mótið í Úthlíð. Fleiri mót má sjá á mótaskránni í klúbbum víða um land þannig að ljóst er að vel á annað þúsund kylfingar léku í mótum um Verslunarmannahelgina.