Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Ungir íslenskir kylfingar að gera það gott á erlendri grundu
Gunnlaugur Árni með sigurverðlaunin fyrir einstaklingsmótið.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 3. október 2024 kl. 09:08

Ungir íslenskir kylfingar að gera það gott á erlendri grundu

Íslendingar eiga marga bráðefnilega kylfinga sem eru að keppa á erlendri grundu og voru þrír þeirra í sviðsljósinu á dögunum. Gunnlaugur Árni Sveinsson vann mjög sterkt mót á háskólamótaröðinni í Bandaríkjunum, Róbert Leó Arnórsson lenti í öðru sæti á öðru sterku móti í bandaríska háskólagolfinu og skólinn hans vann mótið og Markús Marelsson vann Global junior mót í Danmörku, sem telur til stiga á heimslista áhugakylfinga.

Gunnlaugur Árni leikur með geysisterku liði Lousiana State, vann Blessing collegiate invitational og skólinn vann líka mótið.

Hér er hægt að lesa nánar um mótið

Örninn 2025
Örninn 2025

Viðtal við Gunnlaugur á kylfingur.is, tekið í fyrra

Róbert Leó sem leikur með liði Manhattan University, lenti í öðru sæti í mótinu og skólinn vann mótið.

Hér er hægt að lesa nánar um mótið

Viðtal við Róbert á kylfingur.is, tekið í fyrra

Að lokum vann Markús Marelsson öruggan sigur á Global junior móti í Damörku en mótið telur til stiga á heimslista áhugakylfina. Markús vann mótið 9 högga mun.

Viðtal við Markús á kylfingur, tekið í fyrra

Róbert Leó er bráðefnilegur kylfingur.
Markús hefur nánast frá fæðingu verið mjög efnilegur kylfingur