Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar laugardaginn 9. ágúst 2025 kl. 13:17
Þjálfari og kylfusveinn Loga Sig í viðtali
Sigurpáll Geir Sveinsson er einn þjálfara Loga Sigurðssonar. Kylfusveinn (caddý) Loga er faðir hans, Sigurður Sigurðsson. Siggi Palli og Siggi eru báðir fyrrum Íslandsmeistarar, Siggi Palli hefur þrisvar sinnum hampað þeim eftirsóttasta og Siggi tók sinn eina titil árið 1988. Þeir voru báðir mættir á æfingasvæðið með Loga Sig og tóku nett spjall við Kylfing.