Fréttir

Þær bandarísku unnu Solheim bikarinn
Bandarísk gleði eftir sigurinn í Solheim Cup 2024. Mynd/golfsupport.nl
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 15. september 2024 kl. 21:05

Þær bandarísku unnu Solheim bikarinn

Þær bandarísku stöðvuðu sigurgöngu Evrópu í Solheim bikarnum og unnu eftir skemmtilega baráttu með 15,5 vinningum gegn 12,5. Leikið var á Robert Trent Jones vellinum í Gainesville í Bandaríkjunum. Evrópa freistaði þess að sigra þriðja skiptið í röð en það gekk ekki á heimavelli þeirra bandarísku.

Heimakonur byrjuðu mjög vel og unnu tvær fyrstu umferðirnar 3-1 og leiddu 6-2 eftir fyrsta keppnisdag. Þær evrópsku hressust eftir erfiða byrjun en báðar umferðirnar á öðrum keppnisdegi enduðu með jafntefli. Það var því erfitt verkefni að vinna upp 4 vinninga mun á lokadeginum þegar leikinn var tvímenningur en fyrstu tvo dagana voru leiknir fjórmenningur og fjórleikur þar sem tveir leikmenn leika saman í liði. Evrópa vann lokaslaginn 6,5-5,5 en vantaði upp á til að jafna leikinn til að halda bikarnum.

Hér má sjá skemmtilega samantekt í myndskeiði.