Spennan öll karlamegin fyrir lokadaginn
Ungur Selfyssingur stal senunni í dag í beinni útsendingu
Lokadagurinn í Íslandsmótinu í golfi er framundan og er spennan meiri karlamegin. Axel Bóasson sem er búinn að vera í leiðtogahlutverki alla dagana, leiðir með tveimur höggum en spennan er minni kvennamegin, þar hefur Hulda Clara Gestsdóttir verið á toppnum allan tímann og á fimm högg á næsta keppanda.
Flestir spekingar áttu von á frábæru skoru keppenda í dag enda minni vindur en í gær en sú varð ekki raunin, 69 (-3) var besta skor karlanna, Aron Snær Júlíusson skilaði því og kom sér þar með í „Tiger-hollið“. Kvennamegin var besta skorið ekki nema 72 sem er par vallarins, Perla Sól Sigurbrandsdóttir kom sér í lokahollið með því skori.
Það skyldi engan undra þótt skor upp á 65 högg sjáist á morgun!
Tilþrif dagsins átti Selfyssingurinn Heiðar Snær Bjarnason. Hann gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 17. holunni og ekki nóg með það, hann nýtti tækifærið á meðan Rúv var með beina útsendingu! Draumahöggið og viðtal við Heiðar á kylfingur.is
Staða efstu keppenda og rástímar á morgun:
Axel Bóasson, Keilir -7
Dagbjartur Sigurbrandsson, GR -5
Aron Snær Júlíusson, GKG -3
Þeir fara út kl. 12:34 á morgun
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG Par
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Keilir +5
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR +6
Þær fara út kl. 12:56