Fréttir

Slæm byrjun hjá Guðmundi Ágústi á lokamótinu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 9. nóvember 2024 kl. 14:37

Slæm byrjun hjá Guðmundi Ágústi á lokamótinu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur ekki náð sér á strik í fyrstu tveimur hringjunum á lokaúrtökumótinu á Infenitum golfsvæðinu á Spáni. Hann hefur leikið fyrstu tvo hringina á 75 höggum og er á fjórum yfir pari og í næst neðsta sæti af 156 keppendum.

Guðumundur fékk fjóra skolla og tvo fugla á fyrsta hringnum og tvo fugla og tveir tvöfaldir skollar kostuðu hann fjögur högg í öðrum hringnum. Hann hefur aðeins fengið fjóra fugla á 36holum.

Guðmundur Ágúst þarf að bæta sinn leik í næstu tveimur hringnum til að komast í gegnum niðurskurðinn eftir fjóra hringi en 65 efstu leika tvo hringi til viðbótar í þessu erfiða golfmóti.

Bandaríkjamaðurinn Nick Carlson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar hefur leikið ágætt golf og er á -5 eftir 36 holur og er jafn í 43. sæti í mótinu.

Ítalinn Eduardo Molinari, varafyrirliði Ryderliðs Evrópu er efstur eftir 36 holur og hefur leikið magnað golf.

Staðan.