Fréttir

Rahm frábær
Mánudagur 23. janúar 2023 kl. 08:00

Rahm frábær

Jon Rahm lék frábærlega á American Express mótinu á PGA mótröðinni um helgina og tryggði sér sigur með því að leika hringina fjóra á samtals 27 höggum undir pari. Höggi betur en nýliðinn Davis Thompson. Þetta er fjórði sigur Rahm í fimm síðustu mótum sem hann hefur leikið í. Hann náði í sinn níunda sigur á PGA mótaröðinni og kemst í efsta sæti FEDEX listans, með þessari frábæru frammistöðu í undanförnum mótum.

Fyrir tveimur vikum vann hann um sex högga forskot Collin Morikawa í Sentry mótin. Í þessari viku var hann jafn eftir 54 holur á 23 höggum undir pari og lék öruggt golf á lokahringnum. Fugl á 16.holu par 5, gerði gæfumuninn. Eftir 2 högg var hann rétt um 30 metra frá holu. Vippaði 3 metra frá og renndi púttinu í holu. Boltinn tók næstum heilhring á brúninni áður en hann datt.

„Það er langt síðan mér hefur liðið jafn vel á vellinum og í dag. Öruggur frá teig og inná flöt. Ég sé höggin fyrir mér og tekst að framkvæma þau nákvæmlega þannig. Það er frábært að vera þannig innstilltur, það gerir þetta allt mun auðveldara“ sagði American Express meistarinn Jon Rahm að leik loknum. 

Lokastaðan í American Express .