Fréttir

Er hægt að taka vind-pútt?
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 26. júlí 2024 kl. 16:08

Er hægt að taka vind-pútt?

Er hægt að taka „vindhögg“ í pútti? Já! Sjáið þetta á Opna breska öldungamótinu. Englendingurinn Paul Broadhurst hefur sigrað á því móti sem nú er haldið á Carnoustie vellinum í Skotlandi, hann tók vindhögg, sentimetra frá holu.

Paul átti þokkalegan feril sem atvinnumaður á Evrópumótaröðinni og fékk nokkur tækifæri í fleiri risamótum en OPNA mótinu. Honum hefur gengið mjög vel á öldunga mótaröðunum og unnið marga sigra.

En…þetta geta vanir atvinnumenn gert. Og það sem meira er, hann er í toppbaráttunni á öldungamótinu á Carnoustie, sem flestir telja erfiðasta völlinn sem heldur OPNA mótið.