Fréttir

PGA mótaröðin: Morikawa með sex högga forystu
Sunnudagur 8. janúar 2023 kl. 09:57

PGA mótaröðin: Morikawa með sex högga forystu

Collin Morikawa tók örugga forystu á Sentry meistaramótinu á þriðja hring. Hann fékk fjóra fugla á síðustu 5 holunum og lauk hringnum á 65 höggum, 8 höggum undir pari. Eftir að hafa byrjað hringinn á ða fá örn á 5. holu með því að setja niður þriggja metra pútt og setti svo niður 5 metra á þeirri 6. fyrir öðrum fugli, héldu honum engin bönd. Morikawa sem byrjaði hjá púttþjálfara á síðasta ári er byrjaður að sjá árangur af æfingunum. Góð pútt til viðbótar við frábær högg með járnunum getur ekki annað en skilað góðu skori. 

Morikawa er enn ekki búinn að fá skolla eftir 54 holur á Plantation vellinum á Kapalua. Hann þurfti einu sinni að setja niður þriggja metra pútt fyrir pari á fjórðu holunni. Það fór í miðja holu.  Morikawa er á 195 höggum, 24 höggum undir pari, sex höggum færri en sigurvegari US Open á síðasta ári Matt Fitzpatrick, Masters meistarinn Scottie Scheffler og J.J. Spaun. Morikawa er einn 10 þátttakenda í mótinu sem vann ekki mót á síðsta tímabili. Nú er Sentry meistaramótið orðið eitt af stóru mótunum á PGA mótaröðinni, heildarverðlaunaféð er ríflega 2 milljarðar króna og  allir sem komust á lokamót FedEx mótaraðarinnar á East Lake fengu þátttökurétt. Ef Morikawa getur endurtekið leikinn í dag á 65 höggum á hann sigurinn vísan og fær aftur þátttökurétt á Sentry meistaramótinu á næsta ári.

Scheffler og Spaun hófu leik tveimur höggum á eftir Morikawa en hvorugur náði að halda í við hann. Nái Scheffler að ljúka leik í þriðja sæti eða betur kemst fellir hann Rory McIllroy úr efsta sæti heimslistans. Fitzpatrick fékk fimm fugla á síðustu sex holunum til að ljúka leik 66 höggum, en hann er að leika í Hawaii í fyrsta skipti. Max Homa lék einnig vel en hann fékk 10 fugla í gær sem er það mesta sem hann hefur náð á ferlinum. Homa er 8 höggum frá Morikawa. Jordan Spieth hóf leik á þriðja hring þremur höggum á eftir efstu mönnum, en missti flugið er hann fékk þrjá skolla á hringnum.

Allir eru að berjast við að ná Morikawa en það virðist nokkuð vonlaust, svo vel leikur kappinn.