Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Nýr golfvöllur í Hafnarfirði í augnsýn
Nýi golfvöllurinn verður á rúmlega 200 ha svæði sunnan og vestan Stórhöfða og austan við Krýsuvíkurveg, merkt D á teikningunni.
Laugardagur 30. ágúst 2025 kl. 14:08

Nýr golfvöllur í Hafnarfirði í augnsýn

Ákveðið hefur verið hvar næsti golfvöllur í Hafnarfirði verður staðsettur eftir vinnu starfshóps sem valdi á milli fjögurra möguleika. Um er að ræða rúmlega 200 ha svæði sunnan og vestan Stórhöfða og austan við Krýsuvíkurveg.

Gert er ráð fyrir útboði og hönnun verkefnis í fjárhagsáætlun næsta árs.Starfshópurinn leggur til að framkvæmdahópur verði skipaður um uppbyggingu á nýjum golfvelli í landi Hafnarfjarðar. Lagt er til að framkvæmdahópurinn verði skipaður fimm aðilum, þremur frá Hafnarfjarðarbæ, einum frá Golfklúbbnum Keili og einum frá Golfklúbbi Setbergs.

Örninn 2025
Örninn 2025

Í niðurstöðu starfshópsins er lagt til að golfíþróttin í Hafnarfirði verði rekin undir einum hatti með bestu nýtingu mannauðs, reynslu og þekkingu. Líta má til sambærilegs reksturs Golfklúbbs Mosfellsbæjar þar sem Hlíðarvöllur og Bakkakot sameinuðust svo og Golfklúbbur Reykjavíkur með tvo velli, Grafarholtið og Korpúlfsstaðavöll, þar sem mannauður og tæki nýtast á báðum stöðum. Starfshópurinn leggur jafnframt til að verkefnið verði áfangaskipt og að kostnaðarskipting verði 80/20. Í samræmi við tillögu nr. 3 muni framkvæmdahópur m.a. fá það verkefni að útfæra ofangreint í góðu samstarfi við bæjarstjórn Hafnarfjarðar.