Nú er golftímabilið á Íslandi komið í fulla lengd
Lang flestir golfvellir landsins hafa lokað eftir gott sumar en tilkynningar frá mörgum þeirra hafa birst að undanförnu. Þó eru undantekningar á þessu en Leiran og Kirkjubólsvöllur ásamt Þorlákshöfn og Hellu hafa boðið kylfingum í golf yfir vetrartímann og þá sérstaklega Sandgerðingar og Þorlákshöfn. Níu holu vellir í Leirdal og á Korpunni eru einnig opnir.
Margir kylfingar taka lítið frí frá kylfunum og enda sumartíðina á því að fara til útlanda en nokkur þúsund manns áttu bókað í haustferðir sem standa flestar fram í október lok.
Lengsta golftíðin er einnig hafin en það eru allar golfherma hallirnar. Þær eru misstórar en þær eru orðnar ansi margar auk þess sem margir golfklúbbar bjóða orðið upp á herma í aðstöðu í sínu nærumhverfi eins og Golfhöllin sem kylfingur.is sagði frá í vor.
Nítjánda er einn af nýjum stöðum sem bjóða í golfhermi en hún er staðsett á Bíldshöfða 9. Þar er boðið upp á átta golfherma, tólf píluspjöld og alls kyns drykkjarföng á barnum.
Séð inn í Nítjándu við Bíldshöfða.