Fréttir

Náði ekki niðurskurðinum eftir að hafa verið í forystu
Laugardagur 14. janúar 2023 kl. 19:19

Náði ekki niðurskurðinum eftir að hafa verið í forystu

Chris Kirk leiðir Sony Open á Hawaii með einu höggi eftir að hafa leikið fyrstu tvo hringina á 64 og 65 höggum eða á 11 undir pari. Næstir koma Taylor Montgomerie og J.J. Spaun á 10 höggum undir pari.

Jordan Spieth hóf leik á öðrum hring, jafn í fyrsta sæti en átti hræðilegan dag á vellinum. Lék á 75 höggum og náði ekki niðurskurðinum. 

„Þetta var stórskrýtinn dagur“ sagði Spieth eftir að hafa leikið annan hringinn á 75 höggum, en þann fyrsta á 64. 

Spieth var á parinu eftir 7 fyrstu holunar á öðrum hring, en fékk slæma skolla á 8. og 9. braut. Á seinni 9 fékk hann þrjá skolla til viðbótar og enga fugla. 

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég næ ekki niðurskurðinum eftir að hafa verið í forystu. Ég setti boltann of oft á röng svæði á röngum stöðum“.