Fréttir

Magnað golf og dramatík á Wentworth vellinum - McIlroy annar aðra vikuna í röð
Billy Horschel vann eftir bráðabana á Wentworth. Mynd/Getty.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 23. september 2024 kl. 15:04

Magnað golf og dramatík á Wentworth vellinum - McIlroy annar aðra vikuna í röð

Það var mikil dramatík á Wentworth vellinum í Englandi á BMW mótinu á DP mótaröðinni en Bandaríkjamaðurinn Billy Horschel sigraði eftir þriggja manna bráðbana með arnarpútti á 18. flöt. Hann sigraði einnig á mótinu 2021.

Horschel, N-Írinn Rory McIlroy og Thriston Lawrence frá S-Afríku enduðu allir á tuttugu höggum undir pari eftir 72 holur. Spennan var gríðarleg en lokabrautirnar á Wentworth vellinum bjóða sannarlega upp í dans. Í bráðbananum datt Lawrence fyrstur út en þegar Horschel og McIlroy léku 18. holuna í annað sinn fékk setti sá fyrrnefndi niður langt pútt fyrir erni en Rory rétt missti. Norður Írinn var líka í 2. sæti vikuna á undan á Írska mótinu á Royal County Down vellinum.

Lokastaðan á Wentworth.