Fréttir

Lydia Ko var best á Gamla vellinum í St. Andrews
Lydia Ko með verðlaunagripinn á hinni frægu Swilkan brún á 18. brautinni á Old Course.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 26. ágúst 2024 kl. 14:32

Lydia Ko var best á Gamla vellinum í St. Andrews

Hin Ný-sjálenska Lydia Ko lét ekki vind og bleytu stöðva sig í að vinna sinn þriðja risatil á ævinni þegar hún vann Opna breska á Gamla vellinum í St. Andrews um síðustu helgi. Aðstæður voru erfiðar og Ko endaði 72 holurnar á sjö undir pari.

Ko vann á LPGA mótaröðinni fyrir tveimur vikum og var sterkust í erfiðum aðstæðum á lokadeginum. Hún endaði tveimur höggum betri en þær Jiyai Shin frá Kóreu, Lilia Vu og Nelly Korda frá Bandaríkjunum og Rouing TYin frá Kína, allar á 5 undir pari.

Stærsta mótið hjá konunum, Solheim bikarinn verður haldinn á Robert Trent Jones jr. vellinum í Ganinsville í Virginíu í Bandaríkju num 9.-15. september nk.

Lokastaðan.