Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Lokapútt Haraldar fyrir 59 höggum svo nálægt - video
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 31. ágúst 2025 kl. 21:27

Lokapútt Haraldar fyrir 59 höggum svo nálægt - video

„Ég hefði viljað 59 en sætti mig við 60,“ sagði Haraldur Franklín Magnús eftir að hafa lokið leik á 60 höggum í lokahringnum á Dormy Open í Svíþjóð  í dag. Púttið var grátlega nálægt að detta eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Haddi átti fínasta innáhögg en hann sagði að brotið í púttinu hefði verið mikið en boltinn rann rétt framhjá holubrúninni.

Með þessu árangri, 2. sætið, vann Haraldur sér betri stöðu á HotelPlanner mótaröðinni og verður m.a. á næsta móti í Póllandi. Fyrir mótið var hann í 154. sæti en er nú kominn í 54. sæti.

Örninn 2025
Örninn 2025

Fyrir árangurinn vann Haraldur sér inn tæpar 5 milljónir króna í peningaverðlaun eða 33 þúsund Evrur sem er hæsta upphæð sem hann hefur unnið sér inn í atvinnumannamóti.

Sjá myndskeið og viðtal eftir hring.

https://www.instagram.com/p/DOBUeJOCFDY/