Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar laugardaginn 9. ágúst 2025 kl. 12:32
Logi Sigurðsson er alltaf með sömu rútínu í gangi í undirbúningi fyrir golfmót
Upphitun fyrir íþróttakeppni er öllum holl, hugsanlega nauðsynleg, ekki síst afrekskylfingum. Logi Sigurðsson úr GS fór yfir sína rútínu með Kylfingi og spáði í spilin fyrir hring dagsins en Logi lenti á eldi á seinni níu á öðrum keppnisdegi, spilaði á -6 eða 30 höggum og kom sér í baráttuna. Hann er í heildina á -2, 5 höggum á eftir forystusauðnum.