golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Fréttir

Kvennalið GM í 7. sæti á Evrópumóti klúbbliða
Þriðjudagur 11. október 2022 kl. 06:50

Kvennalið GM í 7. sæti á Evrópumóti klúbbliða

Kvennalið GM lék á Evrópumóti golfklúbba sem fór fram á Cubo golfvellinum í Slóveníu dagana 29. september - 1. október. GM fékk þátttökurétt á mótinu eftir sigur á Íslandsmóti golfklúbba í sumar. Stúlkurnar í GM stóðu sig vel og enduðu jafnar í 8. sæti.

Mótið var leikið í 3 manna liðum þar sem 2 bestu skorin töldu á hverjum hring. Lið GM skipuðu Arna Rún Kristjánsdóttir, María Eir Guðjónsdóttir og Sara Kristinsdóttir.

golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Mikil rigning var í Slóveníu dagana fyrir mót og á fyrstu tveimur keppnisdögunum. Vegna veðurs náðist aðeins að leika 36 holur í stað 54. Okkar stúlkur stóðu sig mjög vel og höfnuðu að lokum jafnar í 8. sæti en 18 golfklúbbar léku í mótinu. Skorið hjá okkar stúlkum var eftirfarandi:

Arna Rún Kristjánsdóttir 84 - 72
María Eir Guðjónsdóttir 75 - 75
Sara Kristinsdóttir 76- 77

Hérna má sjá úrslit mótsins

Liðstjóri var Guðleifur Kristinn Stefánsson og með í för voru einnig þeir Davíð Gunnlaugsson og Dagur Ebenezarson. Liðsstjórinn tók saman stutta ferðasögu sem hann birti á heimsíðu GM og sjá má hér.