Japaninn vann fyrsta lokamót FexEx af þremur
Japaninn Hideki Matsuyama sigraði á fyrsta af þremur lokamótum FedEx úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar í Memphis um síðustu helgi. Þrír efstu frá Ólympíuleikunum voru í toppbaráttunni.
Hideki endaði með því að sigra tveimur höggum betri en Xander Schauffele sem sótti að honum á lokadegi með því að leika á 63 höggum. Japaninn var með fimm högga forskot fyrir lokahringinn en þegar tvær holur voru eftir var hann jafn tveimur öðrum. Fugl á 17. og 18. holu tryggði honum sigurinn.
Stórkylfingar ársins voru rétt á eftir honum, Schauffele og Scottie Scheffler og Norðmaðurinn Hovland, ríkjandi FedEx meistari líka.
Í næst síðasta mótinu eru aðeins 70 kylfingar sem taka baráttuna og í lokamótinu verða þeir aðeins 30. Scheffler er með væna forystu í stigakeppninni og það gæti orðið erfitt að koma í veg fyrir sigur hjá honum.