Hvað er PGA atvinnukylfingurinn góður og hvað er hann að þéna?
Það er áhugavert að skoða skor og árangur meðaltals atvinnukylfingsins á PGA mótaröðinni á þessu ári. Hvað er hann að þéna og hvernig gengur honum á golfvellinum?
Ef við tökum fyrir nokkra liði þá má sjá að hann er að slá um 270 metra að meðtaltali í upphafshöggum með dræver og hann er að bjarga pari í annað hvert skipti ef hann slær innáhögg í glompu. En kíkjum á niðurstöður úr könnun Golf Digest.
Upphafshögg með dræver: Hittir 60,6% brauta.
Einpúttar eftir glompuhögg við flöt: 53,8%
Upphafshögg með dræver: 270 metrar
Flatir hittar í tilskyldum höggafjölda (regulation): 65,4%
Pútt ofan í innan við 3 metra: 88%
Fuglar í hring: 3,7
Meðaltalsskor: 71,1 högg
Tekjur á ári úr golfmótum: 240 milljónir króna.
Svo ef skoðaðar eru tekjur og árangur nokkurra bestu kylfinga heims eins og Schottie Scheffler og Rory McIlroys þá eru þær margfalt hærri. Til dæmis fékk Scheffler bónus fyrir að vera í toppsæti FedEx listans áður en úrslitakeppnin byrjaði upp á 8 milljónir dollara eða rúman milljarð króna.