Hulda Clara og Aron Snær eru stigameistarar 2024
Aron Snær Júlíusson, GKG og Hulda Clara Gestsdóttir, GKG eru stigameistarar 2024 á GSÍ mótaröðinni. Þetta er í annað sinn sem Aron Snær er stigameistari en í fyrsta sinn hjá Huldu Clöru.
Hulda Clara tók þátt á tveimur mótum á þessu tímabili og sigraði hún á þeim báðum. Hún sigraði á Íslandsmótinu í golfi og í Hvaleyrarbikarnum sem lauk í dag. Hulda Clara fékk alls 2500 stig. Eva Kristinsdóttir, GM, varð önnur með 1923 stig og í þriðja sæti var Ragnhildur Kristinsdóttir, GR með 1750 stig.
Aron Snær tók þátt á öllum fjórum mótum tímabilsins og fékk hann alls 2456 stig. Hann sigraði á Íslandsmótinu í golfi 2024, hann varð annar í Korpubikarnum og í 9. sæti í Hvaleyrarbikarnum sem lauk í dag. Á Íslandsmótinu í holukeppni varð Aron Snær í 34. sæti. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR, varð annar á stigalistanum með 1840 stig og Aron Emil Gunnarsson, GOS, varð þriðj með 1748 stig.
Fyrst var keppt um stigameistaratitla í kvenna – og karlaflokki á Íslandi árið 1989.
Ragnhildur Sigurðardóttir er með flesta stigameistaratitla í kvennaflokki eða alls 9. Í karlaflokki eru Keilismennirnir Axel Bósson og Björgvin Sigurbergsson með flesta titla, en þeir hafa fagnað þessum titli fjórum sinnum hvor um sig.
Lokastaðan á GSÍ mótaröðinni 2024 í karlaflokki:
Lokastaðan á GSÍ mótaröðinni 2023 í kvennflokki: