Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar laugardaginn 9. ágúst 2025 kl. 17:39
Heiðar Snær fór holu í höggi í beinni útsendingu!
Heiðar Snær Bjarnason sem er í Golfklúbbi Selfoss, náði því sem enginn hefur víst náð í sögu Íslandsmótsins í golfi, hann fór holu í höggi í BEINNI ÚTSENDINGU! Til að bæta kryddi í söguna, Kylfingur var staddur í upptökuherberginu hjá Rúv því vinnsla var á innslagi við íþróttastjóra Rúv, Hilmar Björnsson. Kylfingur varð vitni þegar Jón Júlíus Karlsson, lýsti draumahögginu. Kylfingur dreif sig út á 18. teig og fékk að fylgja Heiðari Snæ eftir og má nokkurn veginn segja að piltur hafi ekki snert jörðina, sjón er sögu ríkari.