Hart barist um sigurinn á OPNA öldunga - Choi fimm undir á síðustu tíu
OPNA breska hjá eldri kylfingum er titill sem atvinnukylfingar sem spreyta sig á öldunarmótaröðunum, vilja vinna. S-Kóreu kylfingurinn KJ Choi gerði sér lítið fyrir og sigraði á mótinu í ár sem haldið var á hinum erfiða Carnoustie velli í Skotlandi.
Choi var með eins högg forskot fyrir lokadaginn og byrjunin á hringnum gaf ekki til kynna að hann væri að fara að sigra. Hann fékk þrjá skolla á fyrstu sex holunum og tapaði forystunni til Ástralans Richard Green. Choi sýndi hins vegar úr hverju hann er gerður á síðustu tíu brautunum sem hann lék á fimm undir pari og sigraði nokkuð örugglega á tíu undir í heildina. Annar var Green sem fataðist flugið eftir að hann náði forystu. Englendingurinn Paul Broadhurst var þriðji á -6.
Fjórir kylfingar hafa sigrað á báðum OPNU mótunum, þe. yngri og eldri. Það eru þeir Darren Clarke, Tom Watson, Gary Player og Bob Charles.
Four shot lead for K.J. Choi with four holes to play...👀#SeniorOpen | @ROLEX pic.twitter.com/rYxSUlmFU2
Bernhard Langer á þrjá OPNA öldunga titla en hann er sigursælasti öldungur sögunnar. Hér má sjá hann í góðri sveiflu. Sjáiði þetta pútt.
Never doubt @BernhardLanger6 🤝#SeniorOpen | @ROLEX pic.twitter.com/ljKOd8pcn5