Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Haraldur með magnaðan lokahring á 60 höggum - í 2. sæti
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 31. ágúst 2025 kl. 13:17

Haraldur með magnaðan lokahring á 60 höggum - í 2. sæti

Haraldur Franklín Magnús átti sinn besta hring á ferlinum þegar hann lék lokahringinn á Dormy Open mótinu í Uppsala í Svíþjóð á 60 höggum, 11 undir pari. Haddi átti möguleika á að setja ofan í fyrir fugli á síðustu flötinni en boltinn rann rétt framhjá holunni af 4 metra færi í miklu broti. Haraldur endaði í 2. sæti í mótinu, tveimur höggum á eftir Dananum Anders Ejlersen. Þetta er besti árangur Haraldar á Áskorendamótaröðinni, þeirri næst sterkustu í Evrópu.

Hringurinn hjá Haraldi er magnaður. Hann fékk fimm fugla á fyrri níu holunum og lék á 30 höggum en pari er 35. Á seinni níu fékk hann sex fugla og lék einnig á 30 höggum en pari er 36 eða 71 á 18 holunum.

Haddi fékk 29 fugla á 72 holunum í mótinu og sex skolla sem komu á fyrstu 54 holunum. Algerlega frábær spilamennska hjá GR-ingnum sem hefur verið að leika mjög vel á mótaröðinni í sumar og komist í gegnum niðurskurðinn á öllum mótunum sem hann hefur tekið þátt í. Með þessum árangri bætir hann stöðu sína á stigalistanum. 

Örninn 2025
Örninn 2025

Guðmundur Ágúst Kristjánsson endaði jafn í 54. sæti á sjö höggum undir pari en hann lék lokahringinn á einu höggi yfir pari en var átta undir fyrstu þrjá hringina.

Lokastaðan í Svíþjóð.