Fréttir

Guðrún Brá endaði í 57. sæti í lokaúrtökumótinu - framtíðin óviss
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 20. desember 2024 kl. 22:02

Guðrún Brá endaði í 57. sæti í lokaúrtökumótinu - framtíðin óviss

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði lauk leik í dag á lokaúrtökumóti fyrir LET Evrrópumótaröðina í Marakkó. Hún endaði í 57. sæti á tveimur höggum undir pari (73-77-70-71-70). Tuttugu efstu tryggðu sér þátttökurétt á LET sem er sterkasta mótaröð kvenna í Evrópu og var Guðrún átta högg frá því.

„Þetta var svekkjandi. Spilamennskan var nálægt þvi að vera mjög góð og það vantaði bara herslumuninn. Annar hringurinn var erfiður og ekki góður. Þessi frammistaða skilar mér engu á næsta tímabili, því miður, og ég veit ekki hvað ég geri í framhaldinu,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir, en hún hefur tvö síðustu ár leikið á LET Access mótaröðin sem er næsta mótaröð fyrir neðan LET.

Lokastaðan.