Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar laugardaginn 9. ágúst 2025 kl. 18:45
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili leyfði Kylfingi að labba sjöundu holuna með sér
Áfram heldur Kylfingur að labba með og spjalla við keppendur á Íslandsmótinu í golfi. Nú er komið að heimakonunni Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, hún er uppalin í Golfklúbbnum Keili en þar sem hún hefur meira spilað erlendis að undanförnu og gamli heimavöllurinn hennar hefur tekið talsverðum breytingum, nýtur hún kannski ekki heimavallarins eins og aðrir kylfingar myndu gera á sínum heimavelli. Guðrún leyfði Kylfingi að labba með sér 7. holu Hvaleyrarvallar og var spjallað á leiðinni.