golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Fréttir

Guðmundur á pari eftir fyrsta hring
Guðmundur Ágúst í S-Afríku. Mynd/golfsupport.nl
Fimmtudagur 1. desember 2022 kl. 13:10

Guðmundur á pari eftir fyrsta hring

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur lék í morgun fyrsta hringinn á Investec South African Open í Jóhannesarborg á pari vallarins. Þetta er annað mót okkar manns á DP World Evrópumótaröðinni. Hann lék á sínu fyrsta móti í síðustu viku.

Fyrsti hringurinn hjá Guðmundi var nokkuð skrautlegur en Guðmundur fékk fjóra fugla, tvo skolla, einn tvöfaldan skolla og ellefu pör. Fínasta spilamennska þrátt fyrir allt.

golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Bestu skor dagsins þegar þetta er skrifað er -6 en tveir undir pari eru við 20. sæti þannig að þetta er enn mjög jafnt. Guðmundur hóf leik snemma morguns á fyrsta hring en verður í síðasta ráshópi í öðrum hring, kl. 13.20 að staðartíma í Jóhannesarborg en það er kl. 11.20 á Íslandi.

Staðan.

Völlurinn er nokkuð lengri og erfiðari en í síðustu viku.