Fín frammistaða hjá Andreu og Ragnhildi í Svíþjóð
Þær Andrea Bergsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir stóðu sig vel á á PGA mótinu á LET Access mótaröðinni, þeirri næst sterkustu í Evrópu, sem fram fór á Vesterby vellinum í Svíþjóð í síðustu viku. Andrea endaði jöfn í 14. sæti og Ragnhildur Kristinsdóttir varð jöfn í 22. sæti.
Andrea lék á +2 71-74-74-69 og Ragga var höggi á eftir henni á þremur yfir pari 74-72-72-72.
Andrea er í 11. Sæti stigalistans en Ragga í því 29 en þær hafa báðar leikið í sex mótum á árinu.