Fréttir

 GR í 6. sæti í Evrópumótinu í Frakklandi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 26. október 2025 kl. 11:37

 GR í 6. sæti í Evrópumótinu í Frakklandi

Golfklúbbur Reykjavíkur endaði í 6. sæti á Evrópumóti golfklúbba sem fram fór á Cabot Bordeaux golfvellinum í Frakklandi og lauk í gær. GR-ingar léku hringina þrjá samtals á átta yfir pari.

Leikinn var höggleikur og voru tvö bestu skor af þremur talin á hverjum keppnisdegi.

Í liði GR voru Dagbjartur Sigurbrandsson, Sigurður Blumenstein og Jóhannes Guðmundsson en eingöngu áhugamenn voru gjaldgengir í klúbbliðin.

Dagbjartur lék hringina þrjá á pari, Sigurður á níu yfir pari og Jóhannes á fimmtán yfir. Samtals endaði liðið á +8.

Í myndskeiðum mátti sjá að íslensku kylfingarnir léku ágætt golf en vantaði upp á að setja púttin í holu.

Smørum golfklúbburinn frá Danmörku sigraði í mótinu í annað sinn á þremur árum. Danirnir byrjuðu með miklum látum og leiddu með níu höggum eftir fyrsta keppnisdag og .rettæab höggum fyrir lokadaginn. Frakkar frá St-No-La_Bretéche golfklúbbnum náðu að minnka þann mun á síðsta degi en Danirnir unnu með fimm höggun.

Skor GR-inganna:

Lokastaðan: