Fréttir

Góð skor og þátttaka í Holtinu og Setbergi
Guðjón Henning Hilmarsson var reglulegur keppandi á mótaröð þeirra bestu hér heima fyrir nokkrum árum en hefur ekki verið áberandi síðustu árin. Hann hefur þó sveiflað kylfum í sumar og hér er eldri mynd af kappanum í sveiflu.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 6. ágúst 2024 kl. 11:47

Góð skor og þátttaka í Holtinu og Setbergi

Mjög góð þátttaka var í Opna Setbergsmótinu og í Opna FootJoy mótinu sem fram fór í Grafarholti. Tvöhundruð kylfingar mættu í Grafarholtið og um hundrað í Setbergið á frídegi verslunarmanna.

Í Setbergi lék Guðjón Henning Hilmarsson best allra án forgjafar á tveimur undir pari, 70 höggum. Ólafur Hreinn Jóhannesson var annar á 71 höggi. Hann var líka efstur í punktakeppninni með þremur öðrum með 40 punkta, Valgerði Bjarnadóttur, Lovísu Huld Gunnarsdóttur og Inga Rafn William Davíðssyni.

Í Grafarholti var keppt í karla- og kvennaflokki. Hjá konum var Guðrún Ýr Birgisdóttir úr GR efst í punktum með alls 41. Helga Þorvaldsdóttir úr GKG og Þorður Árnadóttir voru næstar með 37 punkta hvor. Anna Sólveig Snorradóttir úr GK lék á besta skorinu, 75 höggum, fimm yfir pari. Helga Þorvaldsdóttir úr GKG var önnur á 79 og Helga K. Gunnlaugsdóttir þriðja á 80 höggum.

Í punktakeppni karla endaði Magnús Jónsson úr GKG efstur með 41 punkt. Anri Þór Ingvarsson úr GB og Magnús Bjarnason úr GR voru í 2.-3. sæti með 40 punkta.

Nokkrir af bestu kylfingum landsins mættu til leiks í Holtið. Heimamaðurinn Tómas Eiríksson Hjaltested sigraði á þremur undir pari og var höggi betri en tvöfaldur Íslandsmeistari karla, Kristján Þór Einarsson úr GM og klúbbmeistari GR, Böðvar Bragi Pálsson og Magnús Bjarnason úr GR.