Góð frammistaða Andreu í Svíþjóð
Landsliðskonan Andrea Bergsdóttir endaði jöfn í 12. sæti á LET Access móti í Gotlandi í Svíþjóð sem endaði í gær. Andrea lék á þremur yfir pari, aðeins sex höggum á eftir sigurvegaranum, þeirri sænsku Kajsa Arwefjall sem endaði á -3.
Andrea lék hringina þrjá á 69-70-74 eða 213 höggum.
Hún er efst frá Íslandi á stigalista á áhugakvenna en hún hefur flogið upp listann á þessu ári, fyrst eftir að hún sigraði á háskólamóti í Bandaríkjunum síðasta vetur og síðan með góðum árangri í mótum. Hún hefur ekki verið með þátttökurétt á LET Access en fékk boð um að keppa í þessu móti.
Þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir voru ekki meðal keppenda á Gotlandi en þær hafa verið að keppa á LET Access mótaröðinni sem er næst efsta í Evrópu. Guðrún er í 26. sæti á stigalistanum eftir 7 mót og Ragnhildur í 76. sæti.