Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

GKG opnar vellina 30. apríl - góð aðsókn suður með sjó
Þetta er sumarmynd úr Leirdalnum en hann opnar fyrir félagsmenn 30. apríl og verður þannig opinn fyrstu tvær vikurnar.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 29. apríl 2025 kl. 11:20

GKG opnar vellina 30. apríl - góð aðsókn suður með sjó

Enn hafa flestir stóru klúbbarnir á höfuðborgarsvæðinu ekki opnað golfvelli sína. Einn þeirra opnar þó á morgun, 30. apríl. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, bæði Leirdalsvöll og Mýrina. Fyrstu tvær vikurnar verða þó eingöngu opnar félagsmönnum.

Golfvellir GR, GK og Odds opna ekki fyrr en 10.-11. maí. Golfklúbbur Mosfellsbæjar hefur opnað Hlíðavöll og Bakkakot opnar í þessari viku. Garðavöllur á Akranesi opnar 1. maí en Borgarnes hefur opnað.

Örninn 2025
Örninn 2025

Mikil traffík, sérstaklega á frídögum og um helgar, hefur verið á golfvöllunum suður með sjó og í Þorlákshöfn en þessir vellir opnuðu fyrir um tveimur vikum síðar en Þorlákshöfn og Sandgerði hafa þó boðið upp á sumarflatir allt árið.