Frábæru Icelandair Volcano open móti í Vestmannaeyjum lauk með glæsilegu lokahófi
Albert Sævarsson og Hrönn Harðardóttir unnu 1. flokkinn
Það voru sælir og glaðir kylfingar sem héldu flestir heim frá Vestmannaeyjum í dag eftir frábærlega vel lukkað Icelandair Volcano open en mótið sem nálgast þrítugs afmælið, er alltaf haldið á Goslokahátíðinni. Þau Albert Sævarsson og Hrönn Harðardóttir sem bæði eru í GV, unnu 1. flokkinn en mótinu var slitið með glæsilegu lokahófi í golfskála Eyjamanna og báru þar hæst, sjávarréttakræsingar sem sjálfur Einsi kaldi sá um.
Kylfingur tók framkvæmdastjóra GV, Karl Haraldsson, tali að loknu lokahófinu.