golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Fréttir

Frábær byrjun hjá Axel
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 19. október 2022 kl. 22:14

Frábær byrjun hjá Axel

Axel Bóasson úr GK lék frábært golf á fyrsta hringnum á lokamótinu á Nordic mótaröðinni sem fram fer á Mön í Danmörku. Axel endaði á 7 höggum undir pari og er jafn í 2. sæti eftir fyrsta hring af þremur og er höggi á eftir efsta manni.

Axel var á pari eftir sjö holur en næstu ellefu lék hann á 7 undir pari, þar af lék hann síðustu sex á fimm undir pari, samtals á 65 höggum.

golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Fimm efstu á stigalista mótaraðarinnar fá þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni á næst ári en kylfingar í 6.-10. sæti fá takmarkaðan keppnisrétt. Axel er fyrir mótið í 14. sæti stigalistans en á ekki möguleika á að enda í einu af efstu fimm sætunum en með góðri frammistöðu á hann möguleika á 6.-10. sæti. 

Staðan.

Stigalistinn.