Fjögurra móta keppni hjá LEK 70+ í Golfhöllinni
LEK hópur 75+, LEK og Golfhöllin munu á næstunni hrinda úr vör fjögurra móta keppni í golfhermum landsins fyrir alla kylfinga sjötíu ára og eldri. Leikið verður í Trackman golfhermakerfinu og verða keppendur að hafa náð sér í Trackman forgjöf. Fyrsta mótið verður þann 19. nóvember n.k. en nánari upplýsingar er að finna á Facebook síðu LEK.

