Fréttir

Fimm Íslendingar á Áskorendamóti í Svíþjóð
Haraldur Franklín Magnús lék fyrsta hringinn á -1. Mynd/golfsupport.nl
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 22. ágúst 2024 kl. 14:35

Fimm Íslendingar á Áskorendamóti í Svíþjóð

Fimm Íslendingar eru meðal þátttakenda á Indoor Golf Group mótinu á Áskorendamótaröðinni á Vesterby vellinum í Svíþjóð. Haraldur Franklín er á bestu skori Íslendinganna eftir fyrsta daginn, er í 22. sæti á -1.

Hinir fjórir eru Guðmundur Kristjánsson, Axel Bóasson, Sigurður Arnar Grétarsson og Hlynur Bergsson. Haraldur, Guðmundur og Axel eru með þátttökurétt á mótaröðinni en hinir tveir unnu sér þátttökurétt í þetta mót.

Eftir 18 holur:

Harldur Franklín Magnús 70 högg -1,

Guðmundur Ágúst 74 högg, +3,

Axel Bóasson 76 högg + 5,

Sigurður Arnar Garðarsson 73 högg +2

Aron Bergsson var á pari eftir 13 holur.

Staðan.