Fréttir

Erfiður dagur á golfvellinum
Guðmundur Ágúst á KLM mótinu í Hollandi. Mynd/golfsupport.nl
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 26. maí 2023 kl. 23:47

Erfiður dagur á golfvellinum

Það var erfiður dagur hjá Guðmundi Ágústi Kristjánssyni á öðrum hring á KLM mótinu í Hollandi á DP Evrópumótaröðinni. Hann lék annan hringinn á 7 höggum yfir pari, 79 höggum og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Guðmundur lék vel á fyrsta hringnum, var á -3 eftir 10 holur en fékk tvo skolla í lokin. Á öðrum hring gekk ekkert hjá okkar manni, sex skollar og einn tvöfaldr skolli ásamt einum fugli voru á skorkorti dagsins.