Dýrasti 18 holu hringur í heimi
Dýrasti 18 holu hringur er í Skotlandi en á dýrasta tímanum þarf að reiða fram um 150 þúsund krónur. Þetta er á Trump Turnberry vellinum í SV-Skotlandi, einn af völlunum sem hýsa OPNA mótið reglulega.
Trump samsteypan keypti Turnberry völlinn og svæðiði fyrir nokkrum árum en þar eru tveir 18 holu vellir, sá stærri, Ailsa, er einn af frægustu völlum heims. Eitt umtalaðasta „einvígi“ sögunnar á OPNA mótinu (Duel in the sun) fór þar fram 1977 en þá voru Bandaríkjamennirnir Tom Watson og Jack Nicklaus í sérflokki og börðust um sigurinn fram á síðasta högg. Úrslitin réðust ekki fyrr en með síðasta pútti Watsons sem tryggði sér sigur. Watson var mættur aftur í toppbaráttuna 22 árum síðar, árið 2009, þegar hann varð jafn efstur með Stuart Cink en tapaði í umspili, þá 59 ára gamall.
Golffjölmiðlar í útlöndum hafa vakið athygli á þessu dýra gjaldi en Trump tók yfir völlinn fyrir nokkrum árum síðan og lét gera nokkrar breytingar á vellinum sem þykja hafa heppnast mjög vel.
En það þarf að fara í djúpa vasann því þegar vallargjaldinu er dreift niður á átján brautirnar þá kostar hver hola um 7500 kr.
Trump lét byggja magnaðan golfvöll norður í Aberdeen í Skotlandi og er að bæta öðrum við í nágrenni hins. Þá hefur hann tekið yfir Doonbeg völlinn á Írlandi sem er eins og hinir, frábær.
Suðurnesja kylfingar á Turnberry vellinum.
Frá Doonbeg vellinum á Írlandi.
Ritstjóri kylfings.is lék Trump International í Aberdeen fyrir nokkrum árum og gerði þá innslag um völlinn.